Bandýnefnd ÍSÍ
Tuesday, March 21, 2006
  Árósamótið... frh.
Robbi og H. eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við mig hið fyrsta - bryngeir(hjá)hi.is

Báðir eru meira en velkomnir í hópinn, en það er lítill tími til stefnu svo hafið hraðan á!

Takk fyrir,

Bryngeir Arnar.
  - posted by Bynni
Monday, March 13, 2006
  Árósar mótið
Við erum að skoða möguleikann á því að setja saman landslið til að taka þátt í helgarmóti í Danmörku. Til að koma með slæmu fréttirnar strax þá bendi ég á að mótið er á óhentugum tíma fyrir flest skólafólk. Þáttakendur fara út 11. maí og koma til baka 14. maí sem lendir væntanlega á próftöflum flestra skóla.

Kostnaður við mótið, utan flugs er:
1600 dkr. fyrir liðið
1000 dkr. trygging
300 dkr. á þátttakenda, innifalin gisting(fimmtudags til sunnudags), morgunmatur. Ekki nóg með það þá er boðið í kvöldmat og veislu laugardagskvöldið!!
ca. 560 dkr. fyrir lest fram og tilbaka frá Árósum á mann.

Þ.e. 860 dkr. + (2600/fjöldi leikmanna) dkr. á hvern leikmann + flug til Danmerkur.
Ætti semsagt að vera vel yfirstíganlegur kostnaður fyrir þá reynslu og skemmtun sem það er að fá að spila okkar ástkæru íþrótt fyrir hönd Íslands á erlendri grundu. Svo ekki sé nú tekinn fram sá heiður að komast í fyrsta bandýlandslið Íslands!

Stutt um mótið:
Mótið er haldið í Árósum og heitir Marselisborg Cup. Þetta er stærsta mót sinnar tegundar í Danmörku og taka ca 500 manns þátt frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Eins og fram hefur komið er komudagur 11. maí, leikið verður 12. og 13. maí auk þess sem veisla og hófleg drykkja verður 13. maí og svo lýkur gleðinni þann 14. maí þegar haldið verður heim til okkar ástkæra og ylhýra Íslands.
Mótskipulag:
Leikið er á 4 völlum, og leiktími hvers leiks er 2*15 mín.
Farið verður eftir opinberum reglum IFF, þær reglur má nálgast á ensku á vef Bandýnefndarinnar: bandynefnd.blogspot.com eða á www.floorball.org. Einnig gæti verið að þær náist á íslensku fyrir mótið, en það kemur í ljós. Nauðsynlegt er að ALLIR kunni reglunar, bæði þeir sem veljast til fararinnar og við hin sem fylgjum þeim í anda.

Mótstjórinn krefst þess að hvert lið innihaldi að minnsta kosti 10 manns auk markmanns, en fjöldi í liði er allt að 20 manns og því ætti að vera raunhæfur möguleiki fyrir nær alla sem áhuga hafa á að fara að komast með.

Þeir sem áhuga hafa og komast á þessum tíma eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við Bryngeir, hér eftir kallaður Bynni, formann landsliðsnefndar við fyrsta mögulega tækifæri. Og ef þörf er á einhverjum viðbótar upplýsingum má senda fyrirspurn á Bynna eða undirritaðann.
Bynna email: bryngeir(at)hi.is

Kær kveðja,
Oddgeir Guðmundsson
formaður Bandýnefndar ÍSÍ
email: oddgeir(at)hi.is
s: 691-0481
  - posted by Oddgeir


Hlekkja listi!
  • Reglur leiksins


  • Heimasíður liða á Íslandi, endilega láta vita af síðum liðanna.
  • Bandýfélag Kópavogs

  • ARCHIVES
    January 2006 / February 2006 / March 2006 / June 2006 / September 2006 / October 2006 / December 2006 /


    Powered by Blogger