Bandýnefnd ÍSÍ
Sunday, October 08, 2006
 
Íslandsmeistaramótið - lokaorð!
Bandýnefndinni langar að þakka öllum sem tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór í gær 7. október.
Okkur fannst mótið takast ótrúlega vel og liðin sem tóku þátt voru mjög sterk. Við vonum að einhverjir bjóði sig fram í mótsnefnd fyrir mótið á næsta ári til að skipulagningin geti orðið sem best svo að öll skipulagning og framkvæmd verði ekki á höndum svona fárra aðila eins og gerðist núna.
Það var gaman að sjá ný lið koma svona sterk inn í keppnina sem sýnir að það verður líklega enn meiri harka á næsta ári. Liðin verða því að vera dugleg að æfa sig fyrir næsta mót. Við hvetjum alla að fara að skrá liðið sitt formlega því samkvæmt reglum ÍSÍ þá mega aðeins þeir sem eru skráðir taka þátt á Íslandsmeistaramóti innan þess. Við leyfum okkur að líta framhjá þessari reglu á meðan íþróttin er að festa sig í sessi.

Verðlaunasætin voru:
1. sæti: Hamrarnir frá Akureyri
2. sæti: Bandýmannafélagið Viktor
3. sæti: Swingers
  - posted by Bynni
|<< Home


Hlekkja listi!
  • Reglur leiksins


  • Heimasíður liða á Íslandi, endilega láta vita af síðum liðanna.
  • Bandýfélag Kópavogs

  • ARCHIVES
    January 2006 / February 2006 / March 2006 / June 2006 / September 2006 / October 2006 / December 2006 /


    Powered by Blogger