Bandýnefnd ÍSÍ
Wednesday, December 06, 2006
  HM 2008 C deild
Nýverið barst landsliðsnefndinni rafpóstur um HM 2008. Í stuttu máli er okkur boðið að taka þátt en til þess að það geti gengið verðum við að hafa hraðan á...

Fyrst af öllu viljum við að fólk gefi kost á sér til að taka þátt í mótinu, framboð er ekki bindandi... þó svo að það sé mjög mikilvægt að einhverjir geti gefið afdráttarlaust svar. Menn geta gefið kost á sér með því að hringja í annað hvort mig eða Gunna, eða með því að senda rafpóst á okkur (t.d bryngeir(hjá)hi.is).

Keppnisgjaldið er c.a 120000 krónur íslenskar og verðum við að greiða keppnisgjaldið fyrir 31. des 2006!

Við munum gera eins mikið og hægt er til að tryggja okkur styrki en það er viðbúið að leikmenn verði að greiða amk hluta keppnisgjaldsins. Þau vandamál sem fylgja flugi og gistingu verða afgreidd síðar.

Takk fyrir.
Bryngeir Arnar.
  - posted by Bynni
|<< Home


Hlekkja listi!
  • Reglur leiksins


  • Heimasíður liða á Íslandi, endilega láta vita af síðum liðanna.
  • Bandýfélag Kópavogs

  • ARCHIVES
    January 2006 / February 2006 / March 2006 / June 2006 / September 2006 / October 2006 / December 2006 /


    Powered by Blogger