Helgarmót í Danmörku.
Eins og flestir vita þá verður ekkert af HM draumnum þetta árið. Eftir að við komumst að þessu hafa aðilar innan landsliðsnefndarinnar verið að athuga málin og við höfum komist að þeirri niðurstöðu að vel væri hægt að taka þátt í helgarmóti í Danmörku í staðinn, mótið fer fram um miðjan maí og lágmarksfjöldi í liði er 10 manns. (Reyndar væri réttara að segja að meistari Árni hefði athugað málið og sýnt restinni fram á þetta).
Mín tillaga er sú að við reynum að senda eitt eða tvö lið til keppni á þetta mót, hvort sem það væru þá sameiginleg lið eða ekki.
Ég kem með nánari upplýsingar um málið eftir helgi.
Endilega komið með komment á þetta.
Bynni.
- posted by Bynni
Reglur leiksins
Hæbb,
ég er nú búinn að gera reglur leiksins aðgengilegar í gegnum þessa síðu, bæði er það hér til hægri og svo hér fyrir neðan. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í því starfi að finna fleirri og jafnvel koma með tillögur að nýjum orðum í stað þeirra sem eru að finna frá dómaranefndinni skuli senda mér email með þeim orðum. Ætlunin er að senda þær í þýðingur í næstu viku.
Reglur leiksins.Hvet alla til að lesa reglurnar þó svo að viðkomandi hafi ekki áhuga á að finna íslensk orð. Það hafa allir gott af því að vita hverjar reglurnar eru!
Kveðja,
Oddgeir
- posted by Oddgeir
Dómaranefndar skýrsla
Hæ,
hér kemur fundargerð frá dómaranefndinni\Tómasi.
Ég hvet alla til þess að lesa skýrslun og koma með fleirri eða endurbættar hugmyndir af orðum sem við viljum að notuð verða í íslensku reglubókin.
Fundir í des. og jan.Kveðja,
Oddgeir
- posted by Oddgeir